Heilbrigðiseftirlitið

Heilbrigðiseftirlitið er staðsett að Hlíðasmára 14 Kópavogi og svæði þess er Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær og Seltjarnarnes.

Heilbrigðiseftirlitið starfar samkvæmt lögum um matvæli, hollustuhætti og mengunarvarnir. Það hefur meðal annars eftirlit með dreifingu og sölu matvæla, smásölu tóbaks, sinnir almennu umhverfiseftirliti og fylgist með framkvæmd mengunarvarna. Heilbrigðisnefnd, eða embætti heilbrigðiseftirlits í hennar umboði,  gefur út starfsleyfi fyrir allan starfsleyfis skyldan atvinnurekstur og sinnir reglubundnu eftirliti með honum. 

Heilbrigðiseftirlitið hefur einnig eftirlit með samþykktum um hundahald sem gildir í sveitarfélögunum.

Heilbrigðiseftirlitið horfir til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sinni og leggur áherslu á að styðja við sjálfbæra þróun og ábyrga neyslu og framleiðslu.

Hægt er að senda fyrirspurnir eða ábendingar í netfangið: hef@heilbrigdiseftirlit.is.

Leit