Þeir sem þess óska geta haldið hunda að uppfylltum ýmsum skilyrðum, meðal annars um heilbrigði dýranna og umgengni. Hundaeigendum ber að sjá til þessað dýrin valdi öðrum ekki ónæði og Heilbrigðiseftirlitið fylgir eftir ábendingum sem berast um að ekki sé staðið við sett skilyrði.
Af hundum í Garðabæ, Hafnarfjarðarkaupstað og Kópavogsbæ skal Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis innheimta gjöld sem ætlað er að standi undir kostnaði við framkvæmd heilbrigðissamþykktar um hundahald.
Við afhendingu handsamaðs hunds ber að innheimta gjald sem hér segir:
Afhending skráðs hunds ef eftirlitsgjald og vottorð eru í skilum við handsömun:
Að auki skal greiða þann kostnað sem leggst á vegna dvalar eða geymslu viðkomandi hunds. Óskráða hunda má ekki afhenda fyrr en að lokinni skráningu.
Gjalddagi árlegs leyfisgjalds er 1. febrúar og eindagi 1. mars. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga auk áfallins innheimtukostnaðar. Um innheimtu gjalda fer samkvæmt ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum. Gjöld skv. gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.
Hafi leyfishafi lokið námskeiði í hundauppeldi viðurkenndu af Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, er heilbrigðisnefnd heimilt, að fenginni umsókn, að lækka gjöld um allt að helming, frá þeim tíma sem fullnægjandi gögn voru lögð fram, enda mæli ekki önnur atriði á móti því sbr. samþykkt um hundahald nr. 154/2000. Skilyrt er að gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari séu ekki í vanskilum.
Heilbrigðisnefnd er heimilt að fella niður eða lækka árlegs eftirlitsgjalds af leiðsöguhundum blindra, leitar- eða björgunarhundum. Ber að sækja um slíka lækkun eða niðurfellingu gjalda sérstaklega til heilbrigðisnefndar.