Vöktun á umhverfi

Eftirlitssvæðið markast af Fossvogi í norðri, Bláfjöllum í austri og Krýsuvíkurbjargi í suðri. Stór hluti þjóðarinnar býr í sveitarfélögunum fjórum sem eru á þessu svæði og þar er að finna fjölbreytta framleiðslu og þjónustu

Á stórum svæðum hefur umhverfið lítið raskast af athöfnum mannsins og fjöldi fólks nýtur þar útivistar og náttúruskoðunar, auk þess sem þar eru dýrmæt vatnsforðabúr. Hlutverk Heilbrigðiseftirlitsins er að varðveita gæði lofts, vatns og lands á svæðinu og gæta hagsmuna almennings með tilliti til heilbrigðis og hollustuhátta. Í þeim tilgangi er fylgst með loftgæðum þar sem það á við, tekin sýni, og gerðar ýmsar aðrar mælingar. Meðal annars eru tekin sýni úr sjó, lækjum og vötnum á starfssvæðinu. 

Þá sér heilbrigðiseftirlitið um vöktun á loftgæðum við leikskóla, í íbúðahverfum og við framkvæmdasvæði.

Heilbrigðiseftirlitið gegnir lykilhlutverki í að fylgjast með umgengni á vatnsverndarsvæðum.

Jafnframt vinnur heilbrigðiseftirlitið umsagnir um framkvæmdir og skipulag sveitarfélaganna, auk umsagna í ferli til mats á umhverfisáhrifum.