Hollustuhættir

Markmið lag um hollustuhætti er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi.

Almennt um hollustuhætti

  • Fara skal að fyrirmælum heilbrigðisnefndar um allt er varðar hreinlæti, hollustuvernd og öryggismál.
  • Í lögum nr. 7/1998 sem fjalla um hollustuhætti og mengunarvarnir er gerð grein fyrir gildissviði laganna, en þar kemur fram að lögin taka til hvers konar starfsemi og framkvæmda hér á landi, efnahagslögsögu og farkostum sem ferðast undir íslenskum fána, sem hafa eða geta haft áhrif á þá þætti sem fram koma í markmiðum laganna um heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi.

Hlutverk heilbrigðiseftirlits

Heilbrigðiseftirlit nær m.a. til almennrar skoðunar á húsnæði, búnaði og umhverfi, töku sýna og skoðunar á skráðu og skjalfestu efni. Þá nær heilbrigðiseftirlit til eftirlits með snyrtivörum, eiturefnum og hættulegum efnum, fræðslu, samvinnu stofnana, úrvinnslu gagna, öryggisþátta og athafna einstaklinga eftir því sem við á. Eftirlitið felst jafnframt í því að framfylgja ákvæðum laga, reglugerða og starfsleyfa, sem heilbrigðisnefnd er falið.

Heimildir heilbrigðiseftirlits

Eftirlitsaðila er heimill aðgangur til skoðunar og eftirlits, þar á meðal töku sýna og myndatöku, að öllum þeim stöðum sem reglugerð þessi, aðrar reglugerðir eins og við á hverju sinni og samþykktir sveitarfélaga ná yfir og er eftirlitsaðila heimilt að leita aðstoðar lögreglu ef með þarf. Fulltrúum Umhverfisstofnunar ber að hafa samráð við heilbrigðisnefnd við töku sýna.

Skyldur heilbrigðiseftirlits

Eftirlitsskyldum aðilum er skylt að veita allar upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna eftirlits með framkvæmd reglugerðar þessarar, annarra reglugerða eins og við á hverju sinni og samþykktum sveitarfélaga og ber þeim endurgjaldslaust að afhenda sýni sem talin eru nauðsynleg vegna eftirlits.

Húsnæði