Matvælaeftirlit

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna fer með opinbert eftirlit með framleiðslu og dreifingu matvæla að undanskilinni þeirri starfsemi sem Matvælastofnun fer með eftirlit með skv. 6. gr. laga nr. 93/95. Eftirlitsaðila ber að framfylgja lögum um matvæli og vakta og sannprófa að stjórnendur matvælafyrirtækja uppfylli viðeigandi ákvæði í lögum um matvæli á öllum stigum framleiðslu vinnslu og dreifingar.

Matvælaeftirlit:

  • Stendur vörð um  öryggi og heilnæmi matvæla með því að fylgjast náið með framleiðslu, dreifingu og sölu.
  • Hefur eftirlit með innra eftirliti fyrirtækja.
  • Hefur eftirlit með öflun og dreifingu neysluvatns og umgengni á brunnsvæðum vatnsverndarsvæða.
  • Fylgir því eftir að viðhald og umgengni um húsnæði og athafnasvæði  matvælafyrirtækja sé í lagi.
  • Fylgist með því að farið sé að reglum um merkingar matvæla svo neytendur hafi sem gleggstar upplýsingar um næringargildi, innihaldsefni og geymsluþol vörunnar.
  • Hefur eftirlit með að notkun aukaefna og varnarefna í matvælum sé í samræmi við lög og reglugerðir.
  • Tekur sýni  úr matvælum og framleiðslu umhverfi svo  hægt sé að fylgjast með því að fyllsta hreinlætis sé gætt í fyrirtækinu og rétt sé staðið að  framleiðslu og geymslu matvælanna. 
  • Gefur umsagnir um rekstrarleyfi fyrir gististaði og veitingaleyfi sbr. lög nr. 85/2007.
  • Miðlar og dreifir fræðslu- og leiðbeiningarefni fyrir matvælafyrirtæki, starfsfólk þeirra og almenning.