Fyrirtækið Lagsmaður (fiska.is) hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað Slinmy megrunarte frá Tælandi sem var til sölu hjá Fiska.is. Ástæðan er að teið inniheldur efnið Danthron sem er talið vera krabbameinsvaldandi.
Innköllun á við um neðan greindar lotu.
Upplýsingar um vöruna:
Vörumerki: Slinmy
Vöruheiti: Herbal tea drink original
Framleiðandi: Green Tea Co., Ltd.
Innflytjandi: Lagasmaður
Strikamerki: 88545750006576
Lotunúmer/best fyrir dagsetning: Lota 6801/ 02/04/2028.
Nettómagn: 40 g
Framleiðsluland: Tæland
Dreifing: Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogi.
Þeir sem eiga umrædda vöru enn til eru beðnir um að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í verslun gegn endurgreiðslu.
