Frétt

Innköllun á NONGSHIM - Shin red super spicy núðlur

Varan inniheldur varnarefnið Iprodion yfir mörkum

Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hefur í samráði við Lagsmann ehf. innkallað Nongshim Shin super spicy núðlur. Ástæða innköllunar er að varan innheldur varnarefnið iprodion yfir mörkum. Efnið er skaðlegt mönnum sé þess neytt í miklu magni.

Upp­lýs­ing­ar um vöru sem inn­köll­un­in ein­skorðast við:

  • Vörumerki: NONGSHIM
  • Vöru­heiti: Shin Red Super Spicy Nood­les
  • Best fyr­ir dag­setn­ing: 15.09.2022
  • Strika­merki: 8801043053167
  • Net­tó­magn: 120 g
  • Fram­leiðandi: Nongs­him Co., Ltd.
  • Fram­leiðslu­land: Suður-Kórea
  • Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / fiska.is, Nýbýlavegi 6 Kópavogi
  • Dreifing: Verslun fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogi

Viðskiptavinir sem hafa keypt ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila í verslun Lagsmanns /fiska.is að Nýbýlavegi 6.

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 6914848 eða gengum tölvupóst fiska@fiska.is

Fréttatilkynning Lagsmanns