Frétt

Costco innkallar Eat Real linsubaunaflögur

Varan inniheldur glúten en er merkt glútenfrí

Heilbrigðiseftirlitið varar fólk með glúten óþol eða ofnæmi við neyslu á Eat Real linsubaunaflögum. Varan inniheldur glúten en er merkt glútenfrí. Fyrirtækið Costco Wholesale Iceland ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.

Varan er örugg þeim sem ekki hafa ofnæmi eða óþol fyrir glúteni.

Upplýsingar um vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Eat Real
  • Vöruheiti: Eat Real multibox
  • Innflytjandi: Costco
  • Best fyrir (Lotunúmer) : 19/5/2024, 26/5/2024, 27/5/2024 (N09/10/11/3152, N09/10/11/3152, N09/11/12/14/3145)
  • Dreifing: Viðskiptavinir Costco

Costco biður þá viðskiptavini sem enn eiga vöruna að skila henni gegn endurgreiðslu í verslun sína í Costco Kauptúni 3, Garðabæ.

Fréttatilkynning Costco

Fréttatilkynning Costco english