Frétt

Umhverfisvöktun Norðurhellu í Hafnarfirði

Mæligögn og niðurstöður 2020

Nokkrar breytingar frá fyrra ári mátti merkja á niðurstöðum ársins og endurspegluðu
mun á veðurlagi og umferð. Árið var vindasamt og í svalara lagi og norðvestanáttir
svolítið algengari en árið áður á kostnað suðaustanátta sem eru þó algengastar.
Nokkuð dró úr umferð á höfuðborgarsvæðinu á árinu vegna Covid-faraldursins. Í
heild mátti sjá lækkun á svifryki, brennisteinsvetni og nituroxíðum frá fyrra ári.

Mælingar á árinu fóru ekki yfir umhverfismörk sem sett eru og eru allvel undir slíkum
mörkum í mörgum tilvikum. Svifryk mældist með lægsta móti og brennisteinsvetni
með lægra móti. Nituroxíð lækkuðu svolítið frá fyrra ári en styrkur þeirra mælist þó
sá annar hæsti frá upphafi mælinga 2016. Brennisteinstvíoxíð var hins vegar með
hæsta móti, þó styrkur þess sé ekki hár á Norðurhellu.

Umhverfisvöktun Norðurhellu 2020 - Skýrsla Hermanns Þórðarsonar, Efnagreiningar Keldnaholti