Frétt

Umhverfisvöktun Dalsmára í Kópavogi

Mæligögn og niðurstöður 2020

Breytingar frá fyrra ári voru almennt til lækkunar á meðaltölum og líklega má telja
tvennt til skýringar. Þó austanáttir séu algengastar þá jókst tíðni vestan- og
suðvestanátta nokkuð á árinu og dró úr austanáttum miðað við undangengin ár sem
gæti dregið úr umferðarmengun að austan niður eftir dalnum. Suðvestanáttir gætu
borið mengun frá Hafnarfjarðarvegi inn eftir dalnum en þess gætir þó ekki verulega.
Þá dró nokkuð úr umferð vegna Covid-faraldursins á árinu.

Mælingar á árinu fóru ekki yfir umhverfismörk sem sett eru. Brennisteinsoxíð var
svipað og áður en brennisteinsvetni hefur ekki mælst lægra á þessari stöð. Þá eru
nituroxíð einnig í lágmarki, en áhrifamestu þættir á nituroxíð eru umferð og
veðurfar. Erfiðara er að meta svifryk vegna breytinga á búnaði en PM2,5 mældist
óvenju lágt árið 2020.

Umhverfisvöktun Dalsmára 2020 - Skýrsla Hermanns Þórðarsonar, Efangreininga Keldnaholti