Frétt

Heilbrigðiseftirlitið varar við tortillakökum með ómerktum óþols- og ofnæmisvaldi (glúten)

Steindal ehf. / Nicoland hefur stöðvað sölu og innkallað Tortillakökur frá el Taco Truck. Varan inniheldur glúten.

Heilbrigðiseftirlitið varar neytendur með ofnæmi eða óþoli fyrir glúten við Tortillakökum el Taco Truck. Fyrirtækið Steindal ehf. hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna frá neytendum. Ástæða innköllunarinn er er að það greindust leifar af glúteni í Maís tortillum sem fyrirtækið flytur inn.

Innköllunin einskorðast við eftirfarnar framleiðslulotur:

  • Vörumerki: El Taco Truck
  • Vöruheiti: Corn Tortillas 195gr
  • Lýsing á vöru: Mexíkó vefjur
  • Framleiðandi: El Taco Truck
  • Innflytjandi: Steindal ehf
  • Framleiðsluland: Mexíkó
  • Rekjanleika upplýsingar: allar lotur
  • Strikanúmer: 7350115945011
  • Geymsluskilyrði: Þurrvara
  • Dreifingalisti: Allar verslanir Krónunnar og Melabúðin

Hægt er að skila vörunni til innflytjanda og fá endurgreitt. Varan er skaðlaus þeim sem eru ekki með óþol eða ofnæmi fyrir glúteni.

Fréttatilkynning Steindal