Frétt

Tillaga að tímabundnu starfsleyfi vegna niðurrifs á klæðningu úr asbesti að Lindarflöt 10 í Garðabæ

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur unnið tillögu að tímabundnu starfsleyfi fyrir Berseki ehf. fyrir niðurrifi á útveggsklæðningu að Lindarflöt 10, í Garðabæ sem gildir frá 1. júlí 2021 til 1. september 2021.

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur unnið tillögu að tímabundnu starfsleyfi fyrir Berseki ehf. fyrir niðurrifi á útveggsklæðningu að Lindarflöt 10, í Garðabæ sem gildir frá 1. júlí 2021 til 1. september 2021. Í tillögunni er lagt til að um starfsemina gildi starfsleyfisskilyrði fyrir tímabundinn atvinnurekstur vegna niðurrifs húsa og annarra mannvirkja og almenn starsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.

Þeir sem gera vilja athugsemdir eða koma á framfæri ábendingum við tillöguna eru beðnir um að senda þær skriflega til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Garðatorgi 5, Garðabæ eða með tölvupósti á netfangið hhk@heilbrigdiseftirlit.is .