Frétt

Tillaga að starfsleyfi vegna uppbyggingar á snjóframleiðslukerfi í Bláfjöllum

Heilbrigðiseftirlitið auglýsir hér með fyrirhugaða útgáfu og gildistöku starfsleyfis fyrir tímbundið leyfi vegna uppbyggingar snjóframleiðslukerfis í Bláfjöllum.

Heilbrigðiseftirlitið auglýsir hér með fyrirhugaða útgáfu og gildistöku starfsleyfis fyrir tímbundið leyfi vegna uppbyggingar snjóframleiðslukerfis í Bláfjöllum. Meðfylgjandi eru drög að starfsleyfinu þar sem fram koma þau skilyrði og sértæku kröfur sem gerðar eru vegna mengunarvarna, en framkvæmdin er á fjarsvæði vatnverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins.

Leyfið tekur til jarðvinnu við gerð vatnslóns og aðstöðusköpunar vegna áformaðrar snjóframleiðslu við skíðasvæðið í Bláfjöllum, þ.m.t. til landmótunar, lagningu vatnslagna um skíðabrekkur og uppsteypu á grunni væntanlegra byggingar fyrir vélbúnað vegna vatnstöku og snjógerðar.

Þeir sem hafa ahugasemdir við starfsleyfið skulu senda heilbrigðiseftirlitinu athugasemdir á netfangið hef@heilbrigdiseftirlit.is fyrir 14. maí 2023.

Drög að starfsleyfi