Frétt

Tillaga að starfsleyfi fyrir tilraunaborun Carbfix ohf.

Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir rannsóknarborholu við enda Tunguhellu í Hafnarfirði (sjá nánari staðsetningu á fylgiskjali 2). Framkvæmdin er til að styrkja þekkingu á jarðlögum á svæðinu.

Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir rannsóknarborholu við enda Tunguhellu í Hafnarfirði, Hnit X: 352.659, Y: 395.452 og er holan fóðruð niður á u.þ.b. 250 metra dýpi. Á meðfylgjandi loftmynd (fylgiskjal 2) er staðsetning borplans sbr. ofangreind hnit sýnd.

Umsækjandi starfsleyfis er Carbfix ohf. og er ábyrgðaraðili verksins, en Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. kt. 410693-2169 mun annast framkvæmd verksins. Stærð borplans er rúmlega 300 fm. Lagt er til að leyfið gildi frá útgáfudegi til 1. október 2023. Leyfið er gefið út með skilyrðum um að ákvæðum gildandi laga og reglugerða um hollustuhætt og mengunarvarnarmál hverju sinni sé fylgt, þ.e. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, reglugerð 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi á landi, Reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit og reglugerð 724/2008 um hávaða. Gerð er nánari grein fyrir starfsskilyrðum í meðfylgjandi drögum að starfsleyfi.

Þeir sem hafa athugsemdir við starfsleyfið skulu senda heilbrigðiseftirlitinu athugasemdir fyrir 31. júlí 2023 á netfangið hef@heilbrigdiseftirlit.is.

Drög að starfsleyfi