Frétt

Tillaga að starfsleyfi fyrir steypueiningaverksmiðju við Koparhellu í Hafnarfirði

Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir steypueiningarverksmiðju þ.e. til framleiðslu á steypueiningum til mannvirkjagerðar að Koparhellu 5 í Hafnarfirði. Leyfið nær til lóðar og mannvirkja.

Leyfið tekur til reksturs steypueiningaverksmiðja, þ.e. til framleiðslu á steypueininga til mannvirkjagerðar, að Koparhellu 5 í HafnarfirðiÞá nær leyfið til nýtingar ofangreindrar lóðar og mannvirkja, þ.m.t. til geymslu á hráefnum, reksturs þvottastöðvar á steinsteypu, þvottaplans með setþróm, til geymslu á steypubifreiðum og öðrum tækjum tengd starfseminni og til reksturs olíutanka sem tengdir eru starfsemi stöðvarinnar.

Við reksturinn ber að fylgja ákvæðum er varða mengunarvarnir sem fram koma í samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir steypustöðvar og steypueiningaverksmiðjur sbr. viðauka með tillögu að stafsleyfi.

Drög að starfsleyfi