Tillaga að starfsleyfi fyrir steinsmiðju, Melabraut 17, Hafnarfirði.
Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir steinsmiðju Steinprýðis ehf. að Melabraut 17, Hafnarfirði.
Leyfið tekur til reksturs steinsmiðju sbr. lið 2.2 um steinsmiðjur í X. viðauka við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.
Umsækjandi leyfisins er fyrirtækið Steinprýði ehf. kt. 700317-0990.
Heimilt er að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna innan fjörgurra vikna frá birtingu þessarar auglýsingar. Þær skulu berast til heilbrigðiseftirlitsins á netfangið hef@heilbrigdiseftirlit.is.