Tillaga að starfsleyfi fyrir móttökustöð og flutning úrgangs
Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir móttökustöð úrgangs fyrir Hringrás ehf, að Álhellu 1 í Hafnarfirði.
Leyfið tekur til reksturs móttöku- og endurvinnslustöðvar fyrir úrang að Álhellu 1, Hafnarfirði sbr. ákvæði 5. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit og sbr. lið 8.6 í X. viðauka þeirrar reglugerðar, ásamt ákvæðum II. kafla reglugerðar nr. 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi. Því fylgir leyfi til tætingu málmúrgangs með afköstum allt að 75 tonnum á dag, móttöku, flokkunar og vinnslu málma, móttöku á bifreiðum og undirbúning þeirra fyrir tætingu þ.m.t. fjarlæging spilliefna, móttöku og vinnslu hjólbarða ásamt móttöku og vinnslu timburs. Leyfið tekur einnig til flutnings úrgangs og verkstæðisaðstöðu fyrirtækisins. Leyfið er gefið út með skilyrðum um að ákvæðum laga og reglugerða um hollusthætti og mengunarvarnir hverju sinni, sé fylgt. Umsækjandi starfsleyfis er Hringrás ehf., kt. 490195-2039.