Tillaga að starfsleyfi fyrir afþreyingarstarfsemi í Þríhnúkagíg
Heilbrigðiseftirlitið hefur unnið tillögu að starsfsleyfi fyrir skipulagða afþreyingarstarfsemi 3H Travel ehf. í Þríhnúkum í Bláfjöllum, Kópavogi.
Leyfið tekur til reksturs aðstöðu til móttöku á hópum ferðamanna í skipulögðum ferðum til hellisskoðunar á tímabilinu frá 15. maí til 15. október ár hvert sbr. lið 40 um skipulagða afþreyingarstarfsemi í viðauka við reglugerð nr. 903/2024 um hollustuhætti og samkvæmt kafla II. um mengunarvarnir og öryggisreglur á verndarsvæðum, C. Fjarsvæði, í samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla innan lögsagnarumdæma sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu nr. 555/2015.
Umsækjandi leyfisins er fyrirtækið 3H Travel ehf. kt. 600212-0790.