Frétt

Takmarkaður opnunartími vegna Covid-19

Starfsemi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis verður takmörkuð á meðan neyðarstig almannavarna stendur yfir.

Starfsemi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis verður takmörkuð á meðan neyðarstig almannavarna stendur yfir og samkomubann er í gildi. Starfsmenn eftirlitsins verða við störf, en afgreiðsla viðskiptavina á skrifstofu eftirlitsins að Garðatorgi 5, verður lokuð. Ef koma þarf gögnum til heilbrigðis-eftirlitsins er hægt að hringja í síma 5505400 og fá upplýsingar um hvernig hægt er koma gögnum til skila, fá stimplaðar teikningar o.þ.h.

Símaafgreiðsla er opin frá kl. 8.00 til 16.00 mánudag - fimmtudag og föstudaga frá kl.8.00 til 14.00.

Aðrar þjónustuleiðir til að ná sambandi við heilbrigðiseftirlitið eru að nýta aðalnetfang heilbrigðiseftirlitsins hhk@heilbrigdiseftirlit.is. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er.

Á heimasíðunni eru einnig upplýsingar um símanúmer stjórnenda heilbrigðiseftirlitsins, sem hægt er að hringja í utan hefðbundins opnunartíma.