Frétt

Innköllun á Bakalland Sultan rúsínum.

Fyrirtækið Market ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað Sultan rúsínur frá Bakalland. Ástæða innköllunar er óeðlileg lykt sem og óeðlilegt bragð af rúsínunum.

Umrædd innköllun á við um neðan greinda lotu.

Upplýsingar um vöruna:

Vörumerki: Bakalland

Vöruheiti: Sultana raisins / Sultan rúsínur

Framleiðandi: Food Well Sp. z.o.o.

Innflytjandi: Market ehf.

Framleiðsluland: Pólland.

Lotunúmer/best fyrir dagsetning: 0002490513 / 31/08/2026.

Dreifing: Euro Market Smiðjuvegi 2

Þeir sem eiga umrædda vöru enn til eru beðnir um að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í næstu Euromarket verslun, Smiðjuvegi 2, Hamraborg 9 eða Stakkholti 4b.

Fréttatilkynning Market ehf.