Frétt

Innköllun á gulrótarköku frá Brikk vegna ómerktra ofnæmisvalda (hnetur)

Pistasíuhnetur eru ekki tilgreindar í innihaldslýsingu

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varar neytendur með ofnæmi eða óþoli fyrir hnetum við neyslu á gulrótarköku frá Brikk. Varan inniheldur pistasíuhnetur sem ekki eru tilgreindar í innihaldslýsingu.

Fyrirtækið hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vöruheiti: Gulrótarkaka    

Geymsluþol: Síðasti notkunardagur 

Dagsetning: Allar dagsetningar til og með 21.01.2022

Geymsluskilyrði: Aðrar matvörur (ekki kælivara)

Framleiðandi: Brauð Útgerð ehf., Miðhella 4, 220 Hafnarfirði

Framleiðsluland: Ísland

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru:

Brauð Útgerð ehf., Miðhella 4, 220 Hafnarfirði

Dreifing: Verslanir Nettó (Mjódd, Egilsstöðum, Hafnarfirði, Granda, Grindavík, Selfossi, Salavegi, Búðakór), Iceland Hafnarfirði, Hagkaup (Skeifan, Garðabær, Spöng, Smáralind, Kringla, Seltjarnarnes) og verslanir Krónunar (Lindir, Bíldshöfða, Selfossi, Mosfellsbæ, Granda, Grafarholti, Vallakór, Akrabraut, Fitjar, Flatahraun).

Nánari upplýsingar um innköllunina má fá hjá Brikk í síma 565 1665.

Fréttatilkynning Brikk