Frétt

Innköllun - Nina palm oil 500 mL

óleyfilegt litarefni - súdan

Fyrirtækið Lagsmaður (fiska.is) hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) innkallað Nina Palm Oil 50 mL vegna þess að varan inniheldur litarefni (súdan) sem óheimilt er að nota í matvæli.

Innköllunin einskorðast við eftirfarandi lotu 2022.2608 með best fyrir dagsetningu 03-2024:

  • Vörumerki: Nina
  • Vöruheiti: Palm oil 500ml
  • Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / Fiska.is
  • Best fyrir / Lotunúmer: 03-2024 / 2022.2608
  • Framleiðsluland: Ghana
  • Geymsluskilyrði: Á þurrum stað
  • Dreifing: Verslun Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur

    Lagsmaður ehf / Fiska.is biður þá viðskiptavini sem enn eiga vöruna að farga henni eða skila henni gegn endurgreiðslu í verslun sína á Nýbýlavegi 6 í Kópavogi. Frekari upplýsingar veitir fyrirtækið í síma 6914848 eða í gegnum tölvupóst fiska@fiska.is.

Fréttatilkynning frá Lagsmanni