Frétt

Óhreinsað skólp í sjó við Ánanaust 10 í Reykjavík

Neyðarlúgan í hreinsistöðinni við Ánanaust verður opin vegna viðhalds a.m.k. til 24. nóvember. Sem er lenging um 2 vikur frá því sem áður var tilkynnt.

Neyðarlúgan í hreinsistöðin við Ánanaust verður opin vegna viðhalds a.m.k. til 24. nóvember. Sem er lenging  um 2 vikur frá því sem áður var tilkynnt.

 Vel hefur gengið að skipta um tengistykkið sem bilaði en við tæmingu á stöðinni kom í ljós tæring á búnaði sem þarf að lagfæra og það tefur verkið um 2 vikur og eins mun vinna við rafbúnað taka lengri tíma en áætlað var. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis telur litlar líkur á að þessi dæling hafi áhrif á gæði sjávar við strendur Kópavogs eða Garðabæjar.

Hægt er að fylgjast með stöðunni í Fráveitusjánni. https://www.veitur.is/fraveitusja

Sjá niðurstöður frá sýnatökum á vef Veitna. https://www.veitur.is/nidurstodur-synatoku-i-strandsjo-vid-reykjavik-og-seltjarnarnes-vegna-vidhalds-i-hreinsistod