Frétt

Nýjar samþykktir um hundahald á svæði HEF

Nýjar samþykktir um hundahald í Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi hafa verið birtar í Stjórnartíðindum og tekið gildi.

Nýjar samþykktir um hundahald tóku gildi þann 21. nóvember s.l. en þá voru þær birtar í Stjórnartíðindum. Búið er að samræma samþykktirnar fyrir öll sveitarfélögin og er samþykktin jafnframt samræmd við samþykktir um hundahald í Reykjavík.

Samþykktirnar eru gefnar út í samræmi við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir og er búið að uppfæra þær með hliðsjón af lögum nr. 55/2013 um almennan aðbúnað og velferð gæludýra og reglugerðar nr. 80/2016 um velferð gæludýra. Hægt er að kynna sér nýju samþykktirnar með því að smella hér Samþykkt um hundahald.