Frétt

Ný vefsíða tekin í notkun

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis tekur í notkun nýja vefsíðu í dag og tók Linda Hrönn Þórisdóttir formaður heilbrigðisnefndar nýju síðuna formlega í notkun á fundi heilbrigðiseftirlitsins mánudaginn 28. september.

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis tekur í notkun nýja vefsíðu í dag og tók Linda Hrönn Þórisdóttir formaður heilbrigðisnefndar nýju síðuna formlega í notkun á fundi heilbrigðiseftirlitsins mánudaginn 28. september. Helstu nýjungar á síðunni eru þær að nú geta einstaklingar og fyrirtæki átt öll samskipti við eftirlitið með rafrænum hætti, þ.e. sótt um starfsleyfi, skráð hunda í hundaskráningu og sent inn gögn með umsóknum sínum í gegnum heimasíðuna.

Einnig var tekið formlega í notkun nýtt málakerfi fyrir heilbrigðiseftirlitið og vinnur nýja vefkerfið beint í málakerfi eftirlitsins. Með þessu er verður auðveldara að birta upplýsingar um eftirlit með opinberu hætti, en til stendur að eftirlitsskýrslur verði aðgengilegar á síðu eftirlitsins og er nú beðið eftir ákvörðun atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis um með hvaða hætti skýrslurnar verði birtar.