Frétt

Mjólk í vorrúlludeigi frá Springhome

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis varar neytendur með mjólkurofnæmi og -óþol við neyslu á vorrúlludeigi frá Springhome. Varan inniheldur mjólk án þess að það komi fram á umbúðum.

Fyrirtækið Lagsmaður ehf.  (Fiska.is) hefur innakallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Innköllunin á við allar lotur og best fyrir dagsetningar á neðangreindum vörum:

  • Vörumerki: Springhome
  • Vöruheiti: TYJ Spring Roll Pastry
  • Framleiðandi: Tee Yih Jia Food Manufactering Pte Ltd
  • Innflytjandi: Lagsmaður ehf.
  • Framleiðsluland: Singapore
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Allar framleiðslulotur/dagsetningar
  • Geymsluskilyrði: Frystivara

Tekið skal fram að varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru með ofnæmi eða óþol fyrir mjólk eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í verslunina þar sem hún var keypt.

Nánari upplýsingar veitir Fiska.is í síma 691-4848.