Frétt

Listeria finnst í Reyktum laxi - innköllun

John Ross Scottish smoked salmon

Heilbrigðiseftirlitið varar við neyslu á reyktum laxi frá John Ross vegna listeriu sem greindist í sýnum.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: John Ross
  • Vöruheiti: Scottish smoked salmon 340 gr.
  • Framleiðsluland: Skotland
  • Framleiðandi: John Ross Junior ltd
  • Innflytjandi: Costco
  • Best fyrir dagsetning: 28.05.22
  • Dreifing: Costco

Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn,  aldraðir og einstaklingar með skert ónæmiskerfi.

Costco hefur samband við þá neytendur sem keypt hafa vöruna. Neytendur eru beðnir um að neyta ekki vörunnar og farga henni.

Nánari upplýsingar veitir Costco (þjónustuborð).

Fréttatilkynning Costco

Ítarefni:

Listería | Matvælastofnun (mast.is)