Frétt

Auglýsing á leyfi fyrir flugeldasýningu - Hjálparsveit skáta í Kópavogi

Leyfið tekur til árleg flugeldasýningar í samstarfi við íþróttafélagið Breiðablik og Kópavogsbæ þann 31. desember 2021 kl. 21:00.

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis auglýsir tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningu Hjálparsveitar skáta í Kópavogi sem stendur til að halda 31. desember 2021 kl .21:00 á Glaðheimasvæðinu. Leyfið er háð skilyrðum um að ákvæðum gildandi laga og reglugerða um hollusthætti og mengunarvarnir hverju sinni sé fylgt, ásamt gildandi lögreglusamþykkt.

Hægt er að senda inn athugasemdir til 28. desember n.k. á netfangið hhk@heilbrigidseftirlit.is.

Drög að tímabundnu leyfi Hjálparsveitarskáta í Kópavogi