Tillaga að starfsleyfi fyrir félagsmiðstöð eldra fólks að Lambamýri 1, Álftanesi.
Heilbrigðiseftirlitið hyggst veita Garðabæ, kt. 570169-6109, starfsleyfi til reksturs samkomuhúss með móttökueldhúsi í framhaldi af umsókn þar um.
Leyfið tekur til reksturs samkomuhúss, sbr. ákvæði III. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 903/2024 með móttökueldhúsi sbr. ákvæði reglugerðar nr. 103/2010 um gildistöku EB á reglugerð um hollustuhætti er varða matvæli.
Heimilt er að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna innan fjörgurra vikna frá birtingu þessarar auglýsingar. Þær skulu berast til heilbrigðiseftirlitsins á netfangið hef@heilbrigdiseftirlit.is.