Tillaga að endurnýjun starfsleyfis fyrir leikskólann Læk, Kópavogi.
Heilbrigðiseftirlitið hyggst veita leikskólanum Læk, kt. 700169-3759, endurnýjun starfsleyfis til reksturs leikskóla í framhaldi af umsókn þar um.
Leyfið tekur til reksturs leikskóla, sbr. ákvæði VI. kafla reglugerðar um hollustuhætti nr. 903/2024 og sbr. lög um matvæli nr. 93/1995, reglugerð nr. 103/2010 (EB 852/2004) um hollustuhætti er varða matvæli, með síðari breytingum og reglugerð nr. 1025/2022 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. Meðfylgjandi eru drög að starfsleyfinu.
Heimilt er að gera skriflegar athugasemdir við tillöguna innan fjögurra vikna frá birtingu þessarar auglýsingar. Þær skulu berast til heilbrigðiseftirlitsins á netfangið hef@heilbrigdiseftirlit.is.