Frétt

Innköllun á Gestus svampbotnum vegna myglu

Krónan innkallar svampbotna vegna myglu

Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) varar við neyslu á tiltekinni lotu af Gestus ljósum svampbotnum vegna myglu sem fannst í vörunni.

Innflutningsaðilinn, Krónan, hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

· Vörumerki: Gestus

· Vöruheiti: Gestus ljósir svampbotnar

· Framleiðandi: CORONET CAKE COMPANY PL.

· Innflytjandi: Krónan ehf

· Framleiðsluland: Danmörk

· Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: 07/02/2021

· Geymsluskilyrði: Stofuhiti

· Dreifing: Krónan og KR

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og skila í þá verslun sem hún var keypt.

Nánari upplýsingar veitir: Guðjón Ingibergur Ólafsson gudjono@kronan.is

Fréttatilkynning Krónunnar