Sweet Rose innkallar samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF) Ciasto Snickers köku vegna vanmerkina á umbúðum.
Ofnæmis- og óþolsvaldar eru bæði vanmerktir og ótilgreindir sem innihaldsefni á umbúðum. Einnig vantaði eftirfarandi merkingar: nettópyngd, næringaryfirlýsingu, geymsluskilyrði og ábyrgðaraðila vörunnar.
Upplýsingar um vöruna:
Vörumerki: Sweet Rose
Vöruheiti: Ciasto Snickers
Framleiðandi: Sweet Rose
Pökkunardagsetning: Allar til og með 02.12.2025
Best fyrir dagsetning: Allar til og með 06.12.2025
Geymsluskilyrði: Kælivara
Dreifing: Mój Market, Nóatúni 17, 105 Reykjavík og Mini Market, Smiðjuvegi 2, 200 Kópavogur.
Neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir jarðhnetum, hveiti, mjólk, eggjum eða laktósa eru beðnir um að neyta vörunnar ekki farga eða skila til Sweet Rose, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði.
Fyrirtækið Sweet Rose biður viðskiptavini sína afsökunar þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband í síma: 841-9584 eða senda tölvupóst á netfangið: beatanarewska4@gmail.com
