Frétt

Innköllun á sælgæti "S-Märke Surt skum" vegna aðskotahlutar

Neytendur eru varaðir við neyslu á Surt skum sælgæti - Aðskotahlutur fannst í vöru

Heildverslunin Core ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlitið vegna aðskotahlutar (viðarflís).

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki: Candy people
  • Vöruheiti: S-Märke Surt skum 70 g
  • Innflytjandi: Core heildssala
  • Best fyrir dagsetning/lotunúmer: 02-11-2022 / 231102
  • Dreifing: Bónus, Hagkaup, Krónan, Iceland, Krambúðir, Kvikk, 10-11, Extra24, Fjarðarkaup, N1, Olís, Melabúðin og Heimkaup
  • Ástæða innköllunar: Aðskotahlutur

    Neytendur sem hafa keypt tilgreinda vöru eru varaðir við því að neyta hennar og beðnir um að skila vörunni í verslun eða á skrifstofu Core Heildsölu að Víkurhvarfi 1, 203
    Kópavogi.