Frétt

Innköllun á baunaspírum og tofu frá Thi hollustu

Mung baunaspírur og Tofu

Thi framleiðsla ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, hefur stöðvað sölu og innkallað Mung baunaspírur, steikt tofu og tofu.

Ástæða innköllunar er að við reglubundið eftirlit heilbrigðiseftirlitsins kom í ljós að starfstöðin uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru til matvælaframleiðslu og hætta er á að varan sé ekki örugg til neyslu.

Upplýsingar um vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

  • Vörumerki:  THI
  • Vöruheiti:  Mung spírur, Tofu hvítt, Tofu steikt
  • Framleiðandi:  Thi framleiðsla ehf.
  • Framleiðsluland:  Ísland
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar:  Allar dagsetningar/öll lotunúmer
  • Geymsluskilyrði:  Kælivara
  • Dreifing:  Banh Mi ehf., Bananar ehf. , Fiska.is

Neytendum sem keypt hafa vörurnar er bent á að neyta þeirra ekki.

Nánari upplýsingar veittar hjá framleiðanda í síma: 553-2555 eða á netfanginu mariaminh2505@gmail.com