Frétt

Innköllun á Kindereggjum vegna gruns um Salmonellu sýkingu

Krónan innkallar Kinderegg vegna gruns um Salmonellu sýkingu

Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) varar við neyslu á Kinder Surprise 20g og Kinder Surprise Maxi 100 g vegna gruns um salmonellusmit í sjö Evrópuríkjum og Bretlandi.

Krónan hefur innkallað vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar:

  • Vörumerki: Kinder
  • Vöruheiti: Kinder Surprise 20g og Kinder Surprise Maxi 100g
  • Framleiðandi: Ferrero
  • Innflytjandi: Krónan ehf
  • Framleiðsluland: Belgía
  • Best fyrir dagsetningar: Allar dagsetningar
  • Dreifing: Allar verslanir Krónunnar, KR Vík og KR Þorlákshöfn

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og að skila vörunni í viðkomandi verslun.

Nánari upplýsingar veitir: Markús Sigurðsson í markus@kronan.is

Fréttatilkynning Krónunnar