Frétt

Innköllun - Indo Mie special chicken noodles

Varan inniheldur ethylen oxide sem er óleyfilegt í matvælaframleiðslu og er skaðlegt heilsu manna.

Lagsmaður (fiska.is) hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis.

Varan inniheldur varnarefnið ethylen oxide sem er óleyfilegt í matvælaframleiðslu í Evrópu og er skaðlegt heilsu manna.

Innköllunin takmarkast við eftirfarandi best fyrir dagsetningu 29.03.2022.

  • Vörumerki: Indo Mie
  • Vöruheiti: Indo Mie special chicken noodles 75g
  • Innflytjandi: Lagsmaður ehf. / Fiska.is
  • Best fyrir: 29.03.2022
  • Framleiðsluland: Indónesía
  • Geymsluskilyrði: Á þurrum stað
  • Dreifing: Verslun Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogi.

Þeim sem keypt hafa vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila í verslun fiska.is á Nýbýlavegi.

Frekari upplýsingar eru veittar hjá fyrirtækinu í síma 6914848 eða í gegnum tölvupóst fiska@fiska.is.

Fréttatilkynning Lagsmanns ehf/fiska.is