Frétt

Innköllun - Hveiti ekki tilgreint í Vegan lasagna

Ofnæmis- og óþolsvaldur ekki tilgreindur í Vegan lasagna frá PreppUp

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti við neyslu á Vegan lasagna frá PreppUp (Mealprep ehf.). Varan inniheldur hveiti sem ekki er tilgreint í innihaldslýsingu.

Fyrirtækið hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna í samráði við heilbrigðiseftirlitið.

  • Vörumerki: PreppUp
  • Vöruheiti: Vegan lasagna
  • Framleiðandi: Mealprep ehf.
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetning: Allar lotur / dagsetningar
  • Dreifing: Hagkaup, Nettó, Iceland, Heimkaup, Krambúðin og Kjörbúðin um allt land.

Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir hveiti. Mealprep ehf. biður viðskipavini sína sem hafa ofnæmi eða óþol fyrir hveiti að neyta vörunnar ekki og farga.

Hægt er að skila vörunni gegn fullri endurgreiðslu til:

Mealprep ehf. (PreppUp)

Hlíðarsmára 8,

201 Kópavogi