Innköllun á Forest feast súkkulaðihúðaðar rúsínur vegna mögulegs krosssmits - hnetur og jarðhnetur
COSTCO hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness innkallað Forest feast súkkulaðihúðaðar rúsínur. Ástæða innköllunar er mögulegt krosssmit ofnæmisvalda: hnetur og jarðhnetur.
Umrædd innköllun á við um neðan greindar lotur.
Vörumerki: Forest Feast
Vöruheiti: Belgian Milk Chocolate Jumbo Raisins
Framleiðandi: Kestrel Foods Ltd.
Innflytjandi: COSTCO á Íslandi
Framleiðsluland: Bretland
Lotunúmer/best fyrir dagsetning:
5344136460/31-12-2026
5345136460/31-12-2026
5346136460/31-12-2026
Dreifing: COSTCO, Kauptúni 3, Garðabæ.
Þeir sem eiga umrædda vöru enn til eru beðnir um að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í verslun COSTCO.

Fréttatilkynning COSTCO - Forest Feast súkkulaðihjúpaðar rúsínur