Frétt

Innköllun á Foodspring Protein Bread

Varan inniheldur ethylen oxide ( í sesamfræjum) sem ekki er leyfilegt að nota í matvælaframleiðslu og er skaðlegt heilsu manna.

RJR ehf. hefur innkallað vöruna i samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Brauðblandan inniheldur varnarefnið ethylen oxide sem ekki er leyfilegt í matvælaframleiðslu í Evrópu og er skaðlegt heilsu manna.

Vörumerki: Foodspring

Vöruheiti: Protein Bread

Strikanúmer: 4260363480963
Nettó magn: 230 g

Best fyrir: Allar dagsetningar

Framleiðsluland: Indland

Dreifingaraðili : RJR ehf.

Dreifing: Sportvörur Dalvegi, Hagkaup Garðabæ, Hagkaup Kringlunni, Hagkaup Skeifunni.


Þeim sem keypt hafa vöruna er bent á að skila henni í viðkomandi verslun.

Nánari upplýsingar veitir:
Stefán Logi Magnússon - RJR ehf
Netfang: stefanlogi@sportvorur.is
Sími: 544-4140