Frétt

Innköllun á Ali baba vefjum og hummus

Vegna vanmerkinga - ómerktir óþols- og ofnæmisvaldar

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varar neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir mjólkurafurðum og sesamfræjum við neyslu á Alibaba kjúklinga shawarma vefju (mjólk), grillaðri kjúlinga vefju (mjólk) og hummus (sesamfræ). Vörurnar innihalda mjólk og semsamfræ sem ekki er tilgreint í innihaldslýsingu.

Einnig innkallar Heilbrigðiseftirlitið Vegan falafel vefju vegna ófullnægjandi merkinga .

Fyrirtækið hefur stöðvað sölu og innkallað vörurnar í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.

  • Vörumerki: Alibaba
  • Vöruheiti: Kjúklinga shawarma vefja, grilluð kjúklinga vefja, Falafel vefja - vegan og hummus
  • Framleiðandi: Shams ehf.
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetning: Allar lotur / dagsetningar
  • Geymsluskilyrði: Kælivara 0-4°C
  • Dreifing: Nettó Búðakór, Nettó Granda, Nettó Mjódd, Nettó Hafnarfirði, Nettó Nóatúni, Nettó Sunnukrika, Krambúðin Laugalæk, Krambúðin Borgartúni, Krambúðin Hófgerði, Háskólabúðin H.