Frétt

Innköllun á Albani Mosaic IPA

Dista ehf. og ÁTVR innkalla Albani Mosaic IPA bjór í 330 mL áldósum. Dósir geta bólgnað út og spurngið.

Dista ehf. og ÁTVR hafa innkallað Albani Mosaic IPA úr vínbúðum. Ástæða innköllunar er að bjórdósir geta bólgnað og sprungið.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi vöru.

Vörumerki: Albani

Vöruheiti: Mosaic IPA, 330 mL

Best fyrir dagsetning: 11.05.2023

Strikamerki: Á dós: 5741000171387, á kassa með 24 dósum: 5741000156100

Framleiðandi: Albani Bryggerierne, Tværgade 2, 5100 Odense C í Danmörku

Innflytjandi: Dista ehf. Ásbúð 9, 210 Garðabæ

Dreifing: Verslanir  ÁTVR Austurstræti, Kringlunni, Skútuvogi, Skeifunni, Stekkjarbakka, Heiðrún, Spönginni, Eiðistorgi, Dalvegi, Smáralind, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ, Akranesi, Borgarnesi, Ólafsvík, Patreksfirði, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Reykjanesbæ, Selfossi, Flúðum, Hvolsvelli, Vestmannaeyjum, Höfn, Hveragerði og Hellu.

Innköllun hefur farið fram hjá ÁTVR.

Innflytjandi biður þá viðskiptavini sem enn eiga vöruna að farga henni eða skila henni gegn endurgreiðslu í verslanir ÁTVR.