Frétt

Innköllun á Sörum frá Brikk eldhús ehf. Vanmerktar umbúðir þ.m.t ofnæmis og óþolsvaldar.

Brikk eldhús ehf. innkallar í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF) Sörur. Á umbúðum er sojalesitín (E 322) ekki tilgreint sem innihaldsefni og möndlumjöl vanmerkt m.t.t. ofnæmis og óþolsvalda. Einnig vantar upplýsingar um nettóþyngd og geymsluskilyrði.

Upplýsingar um vöruna:

Vörumerki: BRIKK

Vöruheiti: Sörur

Framleiðandi: Brikk Eldhús ehf, 491019-0930

Best fyrir dagsetning: 03.12.2025

Nettó þyngd: 200 g

Geymsluskilyrði: Kælivara

Geymsluþol: 2 vikur

Strikanúmer: 5694230457298

Dreifing: Verslanir Krónunar (Mosfellsbæ, Grafarholt, Bíldshöfði, Lindir, Vallakór, Akrabraut, Flatarhraun, Norðurhella, Skeifan, Borgartún, Grandi).

Neytendur með ofnæmi eða óþol fyrir möndlumjöli eða sojalesitín (E 322) eru beðnir um að neyta vörunnar ekki og farga en einnig er hægt að skila henni til Brikk Eldhús ehf, Dalvegi 32b, 201 Kópavogur.

BRIKK biður viðskiptavini sína afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda. Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband í síma: 565-1665 eða senda tölvupóst á netfangið: brikk@brikk.is.

Mynd af umbúðum