Frétt

Innköllun á Sörum frá Sætum syndum þar sem innihaldsefni eru ótilgreind á umbúðum þ.m.t. sojalesitín (E 322) og laktósi.

Sætar Syndir innkalla í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF) Sörum en sojaleistín (E 322), laktósi og instant kaffi voru ekki tilgreind sem innihaldsefni á umbúðum.

Upplýsingar um vöruna:

  • Vörumerki: Sætar Syndir
  • Vöruheiti: Sörur
  • Framleiðandi: Sætar Syndir
  • Pökkunardagsetning: 12/11/2025 
  • Best fyrir dagsetning: 12/02/2025
  • Nettó þyngd: 300 g
  • Geymsluskilyrði: Frystivara
  • Strikanúmer: 5694230259137
  • Dreifing: Verslanir Hagkaups og Krónan Akrabraut, Akureyri, Bíldshöfða, Borgartúni, Keflavík, Flatahrauni, Grafarholti, Grandi, Lindir, Mosfellsbæ, Norðurhellu, Selfossi, Vallakór og Skeifunni.

Þeir sem eiga umrædda vöru ennþá til og eru með ofnæmi eða óþol fyrir sojalesitíni (E 322) og/eða laktósa eru sérstaklega beðnir um að neyta hennar ekki, og farga eða skila til Sætra Synda í Hlíðasmára 19, Kópavogi gegn fullri endurgreiðslu.

Sætar Syndir biðja viðskiptavini sína afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband í síma: 583-0061 eða senda tölvupóst á netfangið:  pantanir@saetarsyndir.is

Mynd af umbúðum