Frétt

Innköllun á Sóló sumarbjór sem Og natura / Íslensk hollusta framleiðir.

Og natura / íslensk hollusta hefur innkallað Sóló Sumarbjór í 330 ml áldós þar sem að umbúðir vörunar geta bólgnað út og sprungið ef varan er ekki geymd í kæli.

Fyrirtækið Og natura / Íslensk hollusta hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) innkallað Sóló Sumarbjór í 330 ml dósum frá vínbúðum. Dósirnar geta bólgnað upp og sprungið ef þær eru ekki geymdar í kæli.

Innköllunin á einungis við eftirfarandi vöru.

Vörumerki: Og natura

Vöruheiti: Sóló Sumarbjór

Best fyrir dagsetning/Lotunúmer: 22.okt 2022 / L2205

Framleiðandi: Íslensk hollusta.

Dreifing: ÁTVR

Innköllun hefur farið fram hjá ÁTVR

Og natura / Íslensk hollusta biður þá viðskiptavini sem enn eiga vöruna að farga henni eða skila henni gegn endurgreiðslu í verslanir ÁTVR

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 611-2764 eða gengum tölvupóst gunnthorunn@vinbudin.is

Fréttatilkynning fyrirtækis