Innköllun á Snikkers Brownie þar sem ofnæmis og óþolsvaldar voru vanmerktir n.tt. jarðhnetur og hveiti.
17 Sortir innkalla í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF) Snikkers brownie/snikkersbita þar sem ofnæmis og óþolsvaldar voru vanmerktir á umbúðum. Varan innheldur jarðhnetur og hveiti.
Innköllunin á við um pakkningar merktar með best fyrir dagsetningu: 23.08.2025.
Upplýsingar um vöruna:
● Vörumerki: 17 sortir
● Vöruheiti: Snikkers brownie/snikkersbitar
● Framleiðandi: 17 Sortir
● Best fyrir dagsetningar: 23.08.25
● Strikanúmer: 5694230600434
● Dreifing: Verslanir Hagkaups á höfuðborgarsvæðinu.
Þeir sem eiga umrædda vöru ennþá til og eru með ofnæmi eða óþol fyrir jarðhnetum og/eða hveiti eru beðnir um að neyta hennar ekki, og farga eða skila til 17 Sorta í Hagkaup Smáralind, Hagasmára 1, Kópavogi gegn fullri endurgreiðslu.
17 Sortir biður viðskiptavini sína afsökunar á óþægindum sem þetta kann að valda.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband í síma: 571-1705 eða senda tölvupóst á netfangið: 17sortir@17sortir.is
Fréttatilkynning frá 17 sortum
