Frétt

Innköllun á prótein pönnukökum frá Nánosupps, hætta á að pönnukökurnar geti myglað.

FitFood ehf hefur innkallað 4 tegundir af prótein pönnukökum frá verslunum þar sem að hætta er á að þær geti myglað.

FitFood ehf hefur innkallað 4 tegundir af Nänosupps prótein pönnukökum frá Nánosupps í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarnes og Mosfellsbæjar (HEF) vegna þess að framleiðandi hefur innkallað þær, hætta er á að pönnukökurnar geti myglað.

Upplýsingar um vörurnar

• Vörumerki: Nänosupps

• Vöruheiti: Protein Pancake, Karamella, Vanilla, Pistasíu, Súkkulagðibragði.

• Framleiðandi: Nänosupps

• Innflytjandi: FitFood ehf.

• Framleiðsluland: Holland

• Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Karamella (lot CT319-23 b.f.d 15/5/2024), Vanilla (lot V321-23, 17/5/2024), Pistasíu (lot P320-23, 16/5/2024), Súkkulaði (Lot CH354-23, 20/6/2024)

• Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað, undir 25 gráðu hita og fjarri beinu sólarljósi.

• Dreifing: Krónan, Nettó, Bónus, Hagkaup, Iceland, Fjarðarkaup, Krambúðir, Kjörbúðir, Skagfirðingabúð, N1