Frétt

Innköllun - Vanmerktur ofnæmis- og óþolsvaldur í Pestó

Varan inniheldur lysósím ensím sem unnið er úr eggjum

Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF) varar þá sem eru með eggjaofnæmi við neyslu á Pestó frá Brauð & co. Parmesan ostur sem er í pestóinu inniheldur rotvarnarefnið lysósím sem búið er til úr eggjum. Varan er ekki skaðleg þeim sem ekki eru með ofnæmi fyrir eggjum.

Fyrirtækið Brauð & co. ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.

Upplýsingar um vöruna sem innköllunin einskorðast við::

  • Vörumerki: Brauð & Co
  • Vöruheiti: Pestó
  • Framleiðandi: Brauð & Co
  • Framleiðsluland: Ísland
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: bf. 27.03.23
  • Geymsluskilyrði: Kælivara 2-4°C
  • Dreifing: Útsölustaðir Brauð & Co

Frekari upplýsingar veitir gæðastjóri Brauð og co. S. 692-9761 , netfang: ingibjorg@braudogco.is