Frétt

Innköllun á fæðubótarefnunum Krafti-Test Booster og Fadogia Agrestis framleitt af Ingling ehf. Innhaldsefni flokkast sem nýfæði og óleyfilegt til notkunar í matvæli í Evrópu.

Fyrirtækið Ingling ehf. hefur í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes innkallað fæðubótarefnin Kraft–Test Booster og Fadogia Agrestis. Ástæða innköllunar er sú að innihaldsefnið Fadogia Agrestis (e. Vangueria Agrestis) flokkast sem nýfæði og ekki leyfilegt til notkunar í matvæli í Evrópu skv. ákvörðun Evrópusambandsins frá 25. júní 2025.

Umrædd innköllun á við um allar framleiðslulotur til dagsins 25. september 2025.

  • Vöruheiti: Kraftur-Test Boosterinn, 180 hylki og Fadogia Agrestis, 60 hylki.
  • Lotunúmer/best fyrir dagsetningar: Öll lotunúmer til 25. september 2025.
  • Strikamerki: Kraftur Test Booster: 5694230714056.
  • Strikamerki: Fadogia Agrestis: 5964110092861.
  • Framleiðandi: Ingling ehf.
  • Framleiðsluland: Ísland.
  • Geymsluskilyrði: Geymist á þurrum stað, varið gegn hita og ljósi, þar sem börn hvorki ná eða sjá ekki til.
  • Dreifing: Vefverslun Ingling ehf. www.ingling.is, Mamma veit best, Heilsuver, Mistur,
    Vistvæna búðin, Kush, Reykjavíkur Apótek, Una og Aðföng.

Þeir sem eiga umrædda/r vöru/r enn til eru beðnir um að neyta hennar ekki og skila henni í verslunina þar sem hún var keypt gegn fullri endurgreiðslu eða setja sig í samband við Ingling ehf. með því að senda tölvupóst á ingling@ingling.is

Ingling ehf. biður viðskiptavini sína innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Fyrir nánari upplýsingar um innköllun á ofangreindum vörum er hægt að senda tölvupóst á netfangið: ingling@ingling.is.

Fadogia Agrestis mynd af umbúðum
Kraftur-Test Booster mynd af umbúðum