Frétt

Innköllun á kanildufti frá TRS asia finest food vegna vanmerkinga á ofnæmisvaldi

Inniheldur súlfít sem ekki er merkt á umbúðum

Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis varar fólk með ofnæmi fyrir súlfít við neyslu á TRS cinnamon  powder (kanildufti).   Varan inniheldur ofnæmisvaldinn súlfít sem er ekki merktur á umbúðum.

Fyrirtækið Lagsmaður ehf. hefur stöðvað sölu og innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlitið.

  •  Vörumerki: TRS Asia's finest foods
  • Vöruheiti: TRS cinnamon powder 100g
  •  Lotunúmer/best fyrir: Lota 2020210 með best fyrir dagsetningu 31.7.2023
  • Innflytjandi: Lagsmaður ehf. 
  • Upprunaland: Kína
  • Drefing: Verslun Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur

Varan er skaðlaus þeim sem ekki eru með ofnæmi eða óþol fyrir súlfíti.

Lagsmaður ehf / Fiska.is biður þá viðskiptavini sem enn eiga vöruna að farga henni eða skila henni gegn endurgreiðslu í verslun sína á Nýbýlavegi 6 í Kópavogi.

Frekari upplýsingar eru veittar í síma 6914848 eða í gegnum tölvupóst fiska@fiska.is.