Frétt

Innköllun á Jin Jin Jelly strip XL vegna óleyfilegra aukaefna (E407, E410 og E415) sem geta verið hættulega m.t.t. köfnunar.

Fyrirtækið Lagsmaður (Fiska.is) hefur innkallað Jin jin Jelly strips XL 300 g í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes ( HEF). Ástæða innköllunar er að varan inniheldur óleyfilegu aukaefnin E407, E410 og E415 og getur verið hættuleg m.t.t. köfnunar og þá sérstakalega fyrir börn.

Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Jin Jin

Vöruheiti: Jelly strip XL 300gr

Best fyrir: 05.05.2026

Nettómagn: 300 g

Geymsluskilyrði: Þurrvara

Framleiðandi: Jellico Food Co Ltd, No.8, 18th road, Taichung Industrial Park, Taichung, Taiwan, 408

Framleiðsluland: Taiwan.

Heiti og heimilisfang fyrirtækis sem innkallar vöru: Fiska.is, Nýbýlavegi 6, 200 Kópavogur.

Fréttatilkynning frá Lagsmanni (Fiska.is).

Mynd af umbúðum Jelly strip XL